Stafróf: íslenskt-danskt-norskt
Stafróf: íslenskt-danskt-norskt
Íslenskt - danskt - norskt stafróf
Mörg íslensk börn búa í Danmörku og Noregi og þau hafa mikið gagn af stafrófi sem þessu. Flest börn á Íslandi læra dönsku í grunnskóla og þau hafa sömuleiðis mikið gagn af því að hafa íslensku og dönsku stafina saman á einu veggspjaldi.
Stafrófið er hannað með lesblinduletri sem einfaldar börnum að þekkja stafina og hvernig þeir eiga að snúa. Stafirnir eru þyngri/breiðari niðri og því auðveldara að sjá hvernig stafirnir eiga að sitja á línunni.
Hver lína er auðkennd í sérstökum lit. Þegar unga kynslóðin er að æfa sig að para saman hljóð og stafi er hægt að segja við barnið "M er í gulu línunni". Þannig er auðveldara fyrir börn að læra stafina á sjálfstæðan hátt.
Rafræn vara fáanleg í fimm stærðum.
Athugið, veggspjald fyrir tölur og talnagildi er selt sér.